Þekktu áhrif áfengis á ökuhæfni
Taktu ábyrgð
Ráð #1 … til umhugsunar:
Það er stórhættulegt að aka undir áhrifum áfengis. Áfengisneysla, jafnvel þótt lítil sé, skerðir hæfni okkar til aksturs með margvíslegum hætti. Viðbrögð verða hægari og ómarkvissari, dómgreind skerðist, færni okkar í að meta aðstæður minnkar og sjónsvið þrengist, svo dæmi séu tekin. Það þarf ekki að fjölyrða um hættuna sem af þessu skapast. Við þurfum öll að vita af þessu.
Áfengi hefur til dæmis þau áhrif að við eigum erfiðara með að meta fjarlægðir og hraða annarra ökutækja. Slævandi áhrifa áfengisins hafa þau áhrif að dómgreind okkar minnkar og við gerum okkur seinna grein fyrir hættum en ella. Vegna lakari samhæfingar skynfæra og heila verða viðbrögð hægari og ónákvæmari. Við þetta bætist svo að sjónsviðið þrengist og sjón í myrkri versnar.
Það er mikilvægt að hafa í huga að ekki þarf mikið áfengi (eða magn vínanda í blóði) til þess að ökuhæfnin skerðist til muna. Hálfur bjór hefur til dæmis þessi áhrif:
• Lengt viðbragð um 35%.
• Líkur á mistökum aukast um 25%.
• Sjón í myrkri minnkar um 30%.
• Nákvæmni í akstri minnkar um 25%.
Áhrif áfengis, þar á meðal á ökuhæfni, eru svo í réttu hlutfallið við magnið eins og taflan hér á eftir sýnir vel:
Áhrif áfengis á atferli og aksturshæfni | |||
Fjöldi áfengra drykkja* | Vínandi í
blóði (0/00), prómill |
Almenn áhrif | Áhrif á aksturshæfni |
1 | 0,2 | Varla greinanleg áhrif. Vægar geðsveiflur. | Væg breyting. Flestir ökumenn virðast hrifnæmir. Slæmir ökuhættir geta magnast örlítið. |
2-3 | 0,5 | Væg slökun. Óþvingaðri hegðun. Auknar geðsveiflur. Örari hreyfingar. Væg skerðing á sjálfvirkum athöfnum. | Viðbragðstími lengist verulega. |
5-6 | 1,0 | Stjórn mikilvægra hreyfinga skerðist. Tal óskýrt. Rökhugsun, dómgreind og minni skerðist. | Veruleg neikvæð áhrif á dómgreind. Samhæfing hreyfinga skerðist. Erfiðleikar með stjórn ökutækis. |
7-8 | 1,5 | Alvarleg skerðing líkamlegrar og andlegrar starfsemi. Ábyrgðarleysi. Erfiðleikar með að standa, ganga og tala. | Skynjun og dómgreind brenglast verulega. Ekur í þokumóðu og hefur nánast enga stjórn á ökutæki. |
*Með áfengum drykk er átt við einn 33 cl sterkan bjór eða áfengum drykk með samsvarandi áfengismagni.
Í hverjum eftirtalinna drykkja er álíka mikið af hreinum vínanda:
Tegund | Magn | Styrkur | Áfengismagn |
Lítill bjór | 330 ml | 5% | 16,5 ml |
Léttvínsglas | 100 ml | 12% | 12,0 ml |
Gosbjór | 250 ml | 5% | 12,5 ml |
Einn einfaldur | 30 ml | 40% | 12,0 ml |